Teddi art sculptor

Teddi er með aðstöðu í Fjölsmiðjunni í Kópavogi og heldur þar ótrauður áfram í listsköpun sinni og deilir aðstöðu með ungu fólki. Teddi nýtur þess að aðstoða þau við námið og miðlar þeim af þekkingu sinni og sköpunarkrafti.

Teddi - Magnús Th. Magnússon

Vegur Tedda sem listamanns hefur vaxið á undanförnum árum og skúlptúrar hans hafa vakið athygli og áhuga fólks heima og erlendis. Verk Tedda hafa verið sýnd í Cuxhaven í Þýskalandi, Arucas á Spáni, Halifax í Kanada og Þórshöfn í Færeyjum. Verk eftir hann eru í eigu fjölmargra stofnana, einstaklinga og þjóðhöfðingja. Í verkunum má finna fínleika og næmni í formskyni í bland við grófara og óheflaðra myndmál. Sjá nánar >

Myndasafnið sem er hér á vefnum er orðið býsna viðamikið og sýnir verk Tedda allt frá aldamótum fram á þennan dag. Í nýjustu myndaseríunni Úrvalsverk 2014 hefur ljósmyndarinn Karl Petersson náð að fanga stemninguna sem umlukti vinnustað Tedda í Arnarholti og listamanninn sjálfan. Listaverkin sem sjá má á myndunum eru sum hver enn til sölu. Ef þú villt fá nánari upplýsingar um verkin getur þú sent okkur póst hér.


MAGNÚS TH. MAGNÚSSON. Naustabryggju 18 - 110 Reykjavík.
Sími: 551 1279 og 696 5906. Netfang: teddi(a)teddi.net